Skilmálar

  • Óheimilt er að brjóta leikmuni, húsgögn og hvað annað sem kann að vera í herbergjunum.
  • Það er algjör óþarfi að hreyfa til stór húsgögn sem eiga augljóslega að vera þar sem þau eru.
  • Óheimilt er að eiga við alla þá leikmuni og húsgögn í herbergjunum sem eru límd, skrúfuð eða negld föst.
  • Óheimilt er að nota hluti sem þið takið með ykkur inn í herbergin, svo sem föt, verkfæri eða annað slíkt til þess að leysa þrautirnar.
  • Óheimilt er að klifra í herbergjunum.
  • Þrautirnar eru huglegar – ekki líkamlegar. Óheimilt er að brjóta sér leið út úr herbergjunum.
  • Óheimilt er að „pikka“ lása í herbergjunum.
  • Öll áfengisneysla er stranglega bönnuð inni í herbergjunum.
  • Þeir sem mæta drukknir eiga það í hættu að vera vísað í burtu án endurgreiðslu.
  • Allir símar, allar myndavélar og allt sem hægt er að taka myndir með, fara á netið með eða hafa utanaðkomandi samskipti með er stranglega bannað inni í herbergjunum.

Brot á reglum þessum getur valdið brottrekstur úr herbergjum án endurgreiðslu eða sektum eftir því sem við á.