Sjá meira

Prison Break

Ykkur var kennt um morð sem þið frömduð ekki og byrjið leikinn læst inni í fangaklefa og þurfið að komast út úr honum með lítið sem ekkert til að vinna með.

Leikurinn er þó ekki unninn þegar úr fangaklefanum kemur því þú þarft líka að komast út úr herberginu sjálfu en fyrir utan fangaklefann er vinnuaðstaða fangavarðanna.

Þessi leikur er tilvalinn fyrir alla hópa.

Taken

Þið eruð aftur börn og hefur verið rænt af gamalli dularfullri konu sem læst hefur ykkur inni í dimmu og drungalegu barnaherbergi sem er sviðsmynd leiksins.

Til að sleppa út þurfið þið að komast að hver þessi dularfulla kona er og afhverju hún rændi ykkur.

Allskonar leikföng má finna á víð og dreif í herberginu og við fyrstu sín virðist þetta vera ósköp eðlilegt barnaherbergi sem þó hefur greinilega verið yfirgefið í einhvern tíma.

Ekki er samt allt sem sýnist og í herberginu má finna allskonar þrautir og vísbendingar sem gætu hjálpað ykkur við flóttann.

Þessi leikur er tilvalinn fyrir byrjendur og minni hópa svo sem fjölskyldur og vinahópa auk þeirra sem vilja eitthvað drungalegra!

Sjá meira
Sjá meira

The Scientist

Frægur en gleyminn vísindamaður hefur uppgötvað lækningu við krabbameini í formi sveppa. Þið eruð starfsmenn lyfjafyrirtækis og þið hafið brotist inn á skrifstofu vísindamannsins í þeim tilgangi að stela lækningunni af honum!

Vísindamaðurinn faldi lækninguna vandlega þar sem hann grunaði að henni yrði stolið en ákvað að skilja eftir röð vísbendinga svo hann gæti fundið hana sjálfur aftur.

Þetta er að mörgu leyti „klassískur“ flóttaleikur.

Hangover

Þið voruð að skemmta ykkur í gær og einhverra hluta vegna vaknið þið læst inni á hótelherbergi sem þið kannist ekkert við og vitið ekki hvernig þið komust þangað.

Sviðsmyndin leiksins er tvískipt hótelherbergi þar sem svefnaðstaða er öðrum megin en stofurými hinum megin.

Flestar þrautir í þessum leik eru samvinnuþrautir þar sem gríðarlega reynir á samskipti, hópvinnu og skipulag sem nauðsynlegt er til þess að komast út.

Þessi leikur er tilvalinn fyrir hópefli þar sem hér reynir mikið á samskipti og samstarf hópsins.

Sjá meira
Sjá meira

Hollywood

Árið er 1954 og þið eruð í aðdáendaklúbbi Marilyn Monroe. Ykkur er boðið að koma á tökustað nýrrar stórmyndar sem Marilyn fer með aðalhlutverkið í.

Guðfaðirinn

Brotist út af heimili Guðföðursins Caio Gambino!

Sjá meira
Sjá meira

Sprengjan

Sprengjan er nýr leikur sem við komum með til ykkar. Getur þú aftengt sprengju?

Escobar

Brotist inn í hús eiturlyfjabarónsins

Sjá meira
Mystery Box
Sjá meira

Mystery Box

Getur þú aðstoðað Forsetann að endurheimta fyrstu íslensku fálkaorðuna?