Bakgrunnur Prison Break

Þið verðið fyrir þeirri ógæfu að vera ranglega sökuð um hrottalegt morð, dæmd til dauða og varpað í fangelsi á dauðadeild. Örvæntingarfull hróp ykkar og köll um sakleysi hafa engan árangur borið og sú stund þegar þið verðið tekin af lífi nálgast óðum.

Tímann í fangelsinu hafið þið nýtt til að læra á dagskrá fangavarðanna og hafið þið komist að því að á vaktaskiptum líða sléttar 60 mínútur frá því einn vörður fer og annar kemur í staðinn.

Þið vitið að þessi martröð getur ekki endað nema á tvo vegu og til að bjarga lífi ykkar verðið þið að brjótast út úr fangaklefanum og flýja. Þegar þið heyrir fangavörðinn rísa úr sæti og skóhljóðið fjarlægjast eftir ganginum vitið þið að þetta er síðasta tækifærið til að brjótast út úr fangelsinu fyrir aftökuna.

Líf ykkar veltur á 60 mínútum & örlögin eru í ykkar hendi!

Þetta herbergi er fyrir 2 til 6 þátttakendur.

Lykilatriði

Erfiðleikastig

Samvinna

Lásar

Líkamleg áreynsla

Eftirtekt

Bóka

Tölfræði

0 %
Escape Rate
0 min
To Escape
Min 0
Participants per Room
Max 0
Participants per Room
0
Rooms Available