Fjörefli

Margir telja að svokallað fjörefli sé besta tegund hópeflis. Fjörefli gengur út á að skemmta hópnum en á sama tíma láta hann vinna náið saman að settu marki. Hjá okkur er það sannarlega málið. Herbergin eru úthugsuð og vel hönnuð. Þátttakendur eru í kappi við klukkuna.

Í fjörefli hjá Reykjavík Escape er hópurinn er lokaður inni í sérhönnuðu herbergi og það er hægt að komast út en til þess þarf að leysa fjölda þrauta í réttri röð. Öll svör eru inni í herberginu en það er undir þátttakendum komið að finna þau.

Fjörefli hentar vel þeim sem að langar að brjóta upp hinn venjulega vinnudag og gera nýtt, öðruvísi og spennandi.

Reykjavik Escape hefur frá upphafi tekið á móti fjölda hópa frá íslenskum fyrirtækjum í fjörefli. Við erum með 6 herbergi og getum tekið á móti allt að 48 manns í einu.

Ef spurningar vakna þá endilega sendið tölvupóst á info@reykjavikescape.is

Hvert herbergi hefur svo ákveðið þema og baksögu.