Loksins, loksins opnum við aftur!

Nú höfum við opnað aftur fyrir bókanir og getum loks haldið okkar striki áfram að skemmta landsmönnum með flóttaleikjunum okkar!

Öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar er þó að sjálfsögðu ávallt í forgangi. Viðskiptavinum bendum við því á að reyna að viðhalda 2 metra regluna eftir fremsta megni ásamt því að spritta sig inn og út. Þá eru allir lásar, hurðahúnar, vísbendingasímar og helstu snertifletir í herbergjum sótthreinsaðir á milli leikja og bjóðum við viðskiptavinum okkar einnota hanska til notkunar í leikjunum okkar.

Er ekki kominn tími til að bregða smá á leik aftur?

Hlökkum til að læsa ykkur inni!